Throstur Eiriksson
Spare Time Photography
Um Þröst
Þröstur fæddist á Seyðisfirði árið 1966, bjó í Reykjavík fra framhaldsskólaaldri en hann, kona og börn tóku föggur sínar og fluttu til Osló 2009.
Hann hefur verið ljósmyndaáhugamaður frá unga aldri en síðasta áratug hefur áhugamálið fengið nýtt líf, þróast úr hreinni tækjadellu í áhuga á heildarferlinu, frá ljósmyndun og myndbyggingu til prentunar og eftirvinnslu ásamt tilraunastarfsemi með óhefðbundnar aðferðum við framsetningu.
Annasamur hversdagur hefur valdið að lítill tími hefur verið fyrir áhugamálið þannig að ljósmyndun hefur mestmengis einskorðast við ferðalög.
Hann er sérfræðingur í gagnanetstækni og netöryggi og hefur unnið sem ráðgjafi og lausnaarkitekt i tengslum við krítískan iðnað eftir að hann flutti til noregs.
Með þáttakandi í stórum alþjóðlegum verkefnum hafa vinnutengd ferðalög til margra landa og heimsálfa verið hluti af starfinu og þá hefur myndavélin verið tekin með sem blés lífi í áhugamálið eftir áratuga dvala.
Helsta áhugamál fjölskyldunnar eru ferðalög sem varð til að ferðafyrirtækið Obeo Travel var stofnað 2016, sem meðal annars selur ferðir til Afríku undir vörumerkinu Obeo Afríka.
Segja má áhugamál fjólskyldunnar og ljósmyndaáhuginn passi sem hönd í hanska og stærsti hluti myndanna er tekið á ferðalögum.